Vefnámskeið í markmiðasetningu
Ert þú tilbúin til að setja þér markmið sem þig langar að ná, ekki bara í upphafi þegar þú setur þér markmiðið, heldur áfram þar til þú nærð því?
Skapaðu þitt besta ár er vefnámskeið sem hjálpar þér að setja þér rétt markmið og ná þeim.
Skýr markmið
Lærðu að setja þér markmið sem eru í samhljómi við þína innri hvatningu og gildi
Hvatning og eldmóður
Virkjaðu í þér eldmóðinn og kraftinn sem gera þér kleift að sigrast á hindrunum sem verða á vegi þínum í átt að markmiðunum.
Jafnvægi á milli sjálfsmildi og sjálfsaga
Finndu jafnvægið til að tryggja að þú endist við að vinna að þínum markmiðum án þess að ganga fram af þér.
Námskeiðinu fylgir yfirgripsmikil vinnubók sem hjálpar þér að innleiða aðferðirnar sem þú lærir, setja þér markmið og gera áætlun til að ná þeim.
Á námskeiðinu fer ég yfir
- Hvað markmið eru og hvers vegna þau skipta máli
- Hvernig þú setur þér markmi sem eru þau réttu fyrir þig
- Hvað einkennir markmið sem líklegast er að þú náir
- Hvað þú getur gert til að halda í hvatninguna á meðan þú vinnur að markmiðinu þínu
- Hvernig þú getur haldið hugarfarinu þínu á réttu brautinni
Hver er ég?
Ég heiti Ragnheiður Björgvinsdóttir og ég er markþjálfi hjá Lóu markþjálfun og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Í markþjálfun legg ég áherslu á sjálfsþekkingu og að hver og einn finni sína braut í lífi og starfi þar sem styrkleikar og aðrir persónueiginleikar njóta sín best. Þessar sömu áherslur skína í gegn á námskeiðinu.
Líttu við á heimasíðunni minni https://www.loacoaching.is/ ef þú vilt vita meira um mig og þá þjónustu sem ég býð.